Allsherjarverkfall yfirvofandi
Ekki náðist að semja í nótt
Ekki náðist að semja í deilu milli flugvallarstarfsmanna og Isavia í nótt en fyrirhugað allsherjarverkfall hefst klukkan fjögur í nótt að öllu óbreyttu. Fundað var til klukkan sjö í morgun en á endanum náðu aðilar ekki saman. Komi til verkfalls mun allt flug til og frá landinu leggjast af en þó er enn von um að deilan leysist í tæka tíð.
Kristján Jóhannsson, formaður félags flugmálastarfsmanna ríkisins, segir í samtali við Rúv að á endanum hafi menn ekki náð saman og því hafi lítið annað verið hægt að gera en að slíta viðræðum í bili. Hann segir ennfremurt að ekki sé rétt að flugvallarstarfsmenn fari fram á 26% launahækkun eins og Samtök atvinnulífsins haldi fram. Flugvallarstarfsmenn segja kröfur þeirra vera 18 prósent.