Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Alls ekki skilja bíla eftir á miðjum vegi
Mánudagur 13. janúar 2020 kl. 13:20

Alls ekki skilja bíla eftir á miðjum vegi

Lögreglan á Suðurnesjum varar við öðrum veðurhvelli seinnipartinn í dag og í kvöld.

„Við ítrekum fyrir fólki að fylgjast með veðurspám, alls ekki skilja bílana ykkar eftir á miðjum vegi og fara fótgangandi þar sem það kemur í veg fyrir að snjómoksturstæki geti athafnað sig, komi til þess að færð spillist. Það er mjög mikilvægt að hægt sé að halda vegum færum, sé þess nokkur kostur,“ segir í færslu lögreglunnar frá því í hádeginu í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ef færð er slæm og veður vont þá er ekki flogið frá landinu. Flugfarþegar eru hvattir til að leita upplýsinga á vef Isavia um komur og brottfarir.