„Allir öruggir heim“
Slysavarnafélagið Landsbjörg, í samvinnu við Alcoa Fjarðarál, Dynjanda ehf, EFLA verkfræðistofu, Eflingu stéttafélag, HB Granda, Isavia, Landsvirkjun, Neyðarlínuna, Tryggingamiðstöðina, Umferðarstofu og Þekkingu, ætla að gefa öllum skólum á landinu endurskinsvesti til að nota í vettvangsferðum barna í 1. bekk.
Þema þessa verkefnis er „Allir öruggir heim“ því öll eigum við rétt á því að koma örugg heim og á það ekki síst við um þau sem eru að hefja skólagöngu sína.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Kvennasveitin Dagbjörg í Reykjanesbæ afhenti fyrstu vestin í átakinu til Heiðarskóla í Reykjanesbæ.