Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

ALLIR MEÐ formlega ýtt úr vör í Reykjanesbæ
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 3. september 2020 kl. 16:17

ALLIR MEÐ formlega ýtt úr vör í Reykjanesbæ

„Þetta stóra samfélagsverkefni ALLIR MEÐ hefur verið vel undirbúið og er það von Reykjanesbæjar að markmiðin nái fram að ganga. Eina leiðin til þess að svo megi verða er að allir séu með í „Það er ábyrgð okkar allra að huga vel að okkur sjálfum og þeim sem í kringum okkur eru“. Þess vegna hefur Reykjanesbær gert sáttmála sem íbúar eru hvattir til þess að gerast aðili að á vefsíðu Reykjanesbæjar. Sáttmálinn snýr að því að við einsetjum okkur að sýna hlýlegt viðmót og alúð gagnvart öllu okkar samferðafólki. Við ættum að láta okkur varða um öll börn og huga sérstaklega að þeim sem reynist það meiri áskorun að taka þátt í samfélaginu en öðrum,“ segir Hilmar Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnisstjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ.

Í dag var verkefnið formlega sett af stað með undirritun helstu aðila verkefnisins en það eru Reykjanesbær, Ungmennafélögin Keflavík og Njarðvík og fyrirtækið KVAN en það hefur unnið mikið með vináttuþjálfun barna og fjallað um mikilvægi þess að tilheyra samfélaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Svo markmiðin nái fram að ganga þurfa allir að vera með. Það þarf heilt þorp til þess að ala upp barn. Reykjanesbær ætlar nú að styðja og styrkja þetta þorp,“ segir Hilma Hólmfríður og bætti því við að Félagsmálaráðuneytið veitti Reykjanesbæ veglegan styrk í upphafi þessa árs til þess að huga að vellíðan barna, jákvæðum samskiptum þeirra og sterkri félagsfærni. Þessi styrkur verður notaður í þetta verkefni.

Sjá nánar í grein í Víkurfréttum um ALLIR MEÐ.

Myndarlegur hringur með þátttakendum í upphafi ALLIR MEÐ.

Auður Þorsteinsdóttir, framkvæmdstjóri Ungmennafélags Íslands ávarpaði hópinn í Reykjaneshöllinni.