Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mánudagur 14. febrúar 2000 kl. 09:43

Allar leiðir færar - en kennsla raskast

Ofankoma varð ekki eins mikil á Suðurnesjum í nótt og menn bjuggust við og því áttu bílar ekki í erfiðleikum með að komast um svæðið í morgunsárið. Hann var hins vegar mjög hvass í nótt og vart stætt. Slökkviliðið átti í nokkrum erfið leikum að komast út í Hafnir í nótt vegna hvassviðris og blindu. Grænásbrekkan var þungfær og þungfært var á gatnamótum þegar komið er inn í byggðina í Höfnum.Kennsla í Fjölbrautaskóla Suðurnesja raskaðist þó í morgun þar sem kennarar af höfuðborgarsvæðinu komust ekki til skólans. Ástæðan er að götur í hverfum Reykjavíkur voru þungfærar. Flug frá Keflavík er svo gott sem á áætlun. Stöðvarstjóri Flugleiða sagði um klukkustundar töf að jafnaði á flugi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024