Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Allar landfestar slitnuðu nema ein
Föstudagur 25. janúar 2008 kl. 12:05

Allar landfestar slitnuðu nema ein

Fiskiskipinu Benna Sæm GK var bjargað á elleftu sundu í höfninni í Sandgerði í morgun frá því að reka upp í fjöru. Allar landfestar nema ein voru slitnar þegar komið var að skipinu. Áhafnarmeðlimur gat komist um borð eftir tauginni sem var í land og náði að setja vélar skipsins í gang og koma því aftur að bryggju. Þar var það bundið með nýjum landfestum og þar með komið í veg fyrir tjón.

Aðstæður í höfninni voru þannig að vindur stóð beint inn í höfnina á milli sjóvarnargarða sem skapaði talsverða hreyfingu á bátum í höfninni. Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta þegar áhafnarmeðlimir voru að binda skipið við bryggju í morgun.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25