Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum í goshjálp
Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum munu senda flokka austur að áhrifasvæði eldgossins í Grímsvötnum í kvöld. Flokkarnir verða við vinnu í sveitunum fyrir austan á morgun.
Þá mun svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurnesjum senda fulltrúa á svæðið sem verða á vakt í aðgerðastjórn á svæðinu næstu nótt og fram á morgundaginn.
Verkefni björgunarsveitanna frá Suðurnesjum verða m.a. dreifing á vatni, smölun búfjár og lokun vega, svo eitthvað sé nefnt.