Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Fréttir

Sunnudagur 20. janúar 2002 kl. 00:11

„All Americans must die“ skrifað með sápu á spegil

Ófögur orð um Bandaríkjamenn skrifuð með sápu á spegil í þotu Virgin Atlantic urðu til þess að hún snéri inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli á sjötta tímanum í gærkvöldi. Það var áhafnarmeðlimur sem sá skilaboðin á speglinum og gerði flugstjóra viðvart. Meðal annars stóð: „All Americans must die“. Það er haft eftir Jóhanni Benediktssyni sýslumanni á fréttavef CNN.Um borð í vélinni voru 357 manns en vélin var á leið frá Gatwick á Englandi til Orlando í Bandaríkjunum. Hótunarinnar varð vart um einum og hálfum tíma áður en vélin lenti í Keflavík.
Talsmaður Virgin Atlantic tjáði CNN að áhafnarmeðlimur hafi fundið skilaboðin við venjubundið eftirlit. Hann sagði jafnframt að því hafi aldrei verið trúað að vélin væri í hættu, heldur hafi flugfélagið verið að fara eftir öryggisreglum.
Vélin tók á loft frá Gatwick kl. 11:00 á laugardagsmorgun og lenti í Keflavík kl. 17:26
Bílakjarninn
Bílakjarninn