Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Alive á Hringbraut og vf.is í kvöld
Mánudagur 13. apríl 2020 kl. 08:00

Alive á Hringbraut og vf.is í kvöld

Sjónvarpsstöðin Hringbraut og vf.is munu sýna í kvöld, mánudagskvöld kl. 21:00, klukkutímaþátt úr Stór-stórtónleikunum Alive sem haldnir voru í Stapa 13. mars síðastliðinn, korteri fyrir samkomubann.

„Nær uppselt var á tónleikana en vegna aðstæðna ákváðum við að hafa tónleikana í beinni útsendingu á fésbókarsíðu Víkurfrétta til að þeir sem ekki treystu sér að mæta gætu samt verið með okkur. Það gladdi mig mikið hve margir nýttu sér þann kost og nú hafa um 20.000 manns horft á þá upptöku,“ segir tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson á fésbókarsíðu sinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú hafa tónleikarnir verið klipptir sundur og saman úr nokkrum myndavélum og tilvalið að eiga huggulega fjölskyldustund með popp, kók og Stór-stórtónleikana Alive í sjónvarpinu eða tölvunni í kvöld, mánudagskvöldið 13. apríl kl. 21:00.