Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 21. janúar 1999 kl. 15:12

ÁLITLEGUR KOSTUR FYRIR GARÐMENN AÐ SAMEINAST

Álitlegur kostur fyrir Garðmenn að sameinast Það er álitlegur kostur fyrir Gerðahrepp að sameinast öðru sveitarfélagi. Ef af sameiningu verður þá telur VSÓ að hagsmunir íbúa Gerðahrepps séu best tryggðir með sameiningu við Reykjanesbæ. Þetta kom fram á borgarafundi í Garði fyrir viku þegar skýrsla VSÓ ráðgjafar á kostum og göllum sameiningar við Sandgerði eða Reykjanesbæ voru kynntir. VSÓ ráðgjöf skilaði rúmlega 70 síðana skýrslu þar sem sveitarfélögin þrjú voru borin saman og stuðst við rekstrar árið 1997 hjá öllum sveitarfélögunum. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að Gerðahreppur er 30. stærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 1100 íbúa en aðeins 32 sveitarfélög á landinu hafa 1000 íbúa eða fleiri. Aftur á móti er stutt í sterka nágranna og í samanburði við þá er Gerðahreppur veikburða. Í skýrslunni kemur fram að byggðaþróun á Íslandi undanfarin ár endurspegli breyttar kröfur landsmanna um m.a. fjölbreyttari atvinnutækifæri, kröfur um ýmsa þjónustu s.s. verslanir og afþreyingu og síðan kröfur um opinbera þjónustu þar sem sveitarfélögin gegna æ stærra hlutverki. Hvað varðar nálægð við atvinnutækifæri og almenna þjónustu þá er Gerðahreppur ekki illa staðsettur. Hinsvegar er það spurning hvort Gerðahreppur sé nógu öflugur til að veita sambærilega þjónustu og nágrannasveitarfélögin og takast á við verkefnin í framtíðinni. Segir í skýrslunni að minni sveitarfélaög eigi óneitanlega erfiðara með að bjóða upp á góða þjónustu á öllum sviðum. Flutningur á verkefnum frá ríki til sveitarfélaga kallar á aukna sérfræðiþekkingu/-þjónustu og aukið fjárhagslegt bolmagn. Miðað við aðstæður er Gerðahreppur vel rekið sveitarfélag og stendur betur en mörg önnur, t.d. hvað varðar skuldir á hvern íbúa. Rekstrarafgangur er með því hæsta sem gerist á landinu. Hins vegar hefur á undanförnum áruim ekki tekist að lækka skuldir sveitarfélagsins og mörg kostnaðarsöm verkefni eru framundan. Því er mikilvægt fyrir Gerðahrepp að auka tekjur sínar. Í skýrslu VSÓ segir að öflug uppbygging atvinnulífs þannig að sveitarfélagið nái að auka tekjur sínar, sé takmörkum háð. Ef til vill liggja tækifærin frekar í að gera Gerðahrepp eftirsóknarverðan stað fyrir fólk að búa á. Fólk gæti síðan starfað í nágrannabyggðarlögunum. En til þess að laða að fólk þarf sveitarfélagið að bjóða góða þjónustu. Spurningin er þá hvort Gerðahreppur laði til sín fólk við núerandi aðstæður. Margt bendir til þess að Gerðahrepps bíði erfiðir tímar, m.a. vegna breytinga í umhverfinu og umfangsmikilla verkefna sem þarf að takast á við. Aftur á móti er ekkert sem bendir til þess að Gerðahreppur geti ekki staðið óstuddur um ókomna tíð. Við þær aðstæður þá er hinsvegar ólíklegt að framundan sé tími uppbyggingar, heldur frekar tími þar sem reynt er að halda í horfinu, hugsanlega tími hnignunar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024