Alheimsdagur Psoriasis á laugardag
- opið hús og áhugaverð dagskrá í Bláa lóninu Lækningalind
Í tilefni Alheimsdags psoriasis verður opið hús í Bláa Lóninu Lækningalind frá kl. 09.00 – 16.00 laugardaginn 29. október.
Fjölbreytt og fræðandi dagskrá verður í boði. Nudd sem fram fer í Lóni Lækningalindarinnar verður í boði frá kl. 10.30 –12.30. Kl. Steingrímur Davíðsson, húðlæknir Bláa Lónsins Lækningalindar mun flytja erindi sem ber heitið: Nýgreindur psoriasis! Meðferðarúrræði kl. 13.00. Kynning á starfsemi SPOEX hefst kl. 14.00 og mun Albert Ingason, formaður kynna starfsemi samtakanna.
Alheimsdagur psoriasis er haldinn þann 29. október ár hvert . Markmið dagsins er að fræða fólk um psoriasis sjúkdóminn og áhrif hans á líf fólks. Í ár er áherslan á aukna umræðu um sjúkdóminn og hvernig eigi að bregðast við honum.