Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Fréttir

Álgjall unnið í nýrri verksmiðju í Helguvík
Fimmtudagur 12. desember 2002 kl. 15:28

Álgjall unnið í nýrri verksmiðju í Helguvík

Við álframleiðslu fellur til heilmikið magn af álgjalli. Í haust hefst endurvinnsla áls úr gjalli sem fellur til í Straumsvík og á Grundartanga. Ný verksmiðja verður reist í Helguvík í Reykjanesbæ.Fjórir til fimm menn fá vinnu í nýju verksmiðjunni sem verður á 1.000 fermetra grunnfleti. Þegar verksmiðjan verður komin í fullt gagn verða starfsmennirnir 15. Álgjallið sem fæst í Straumsvík og á Grundartanga verður svo endurselt álverksmiðjunum. Gjallið er einnig notað sem blöndunarefni í malbik og í byggingarefni svo sem steinull.


Ljósmynd: © Mats Wibe Lund
Bílakjarninn
Bílakjarninn