Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Álfurinn 2014 er fyrir unga fólkið
Fimmtudagur 8. maí 2014 kl. 20:00

Álfurinn 2014 er fyrir unga fólkið

Álfasala SÁÁ hafin og stendur fram á sunnudag.

Árleg álfasala SÁÁ hófst í dag og stendur fram á sunnudag.  Álfurinn verður boðinn til sölu um allt land. Bæði verður gengið í hús og selt fyrir utan verslanir og aðra fjölfarna staði.

SÁÁ væntir þess að landsmenn taki sölufólkinu vel, nú eins og ávallt. Álfurinn kostar nú 2000 krónur, sem er sama verð og síðustu ár. Í Reykjanesbæ er 3. flokkur kvenna í knattspyrnu Keflavíkur sem sér um söluna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Álfurinn 2014 er seldur til að efla enn frekar þjónustu SÁÁ við unga fólkið og rennur söluhagnaður til slíkra verkefna. SÁÁ hefur rekið sérstaka unglingadeild á Vogi frá árinu 2000 og hefur meðferð þar skilað miklum árangri. Næsta skref í uppbyggingu þeirrar meðferðar er að styðja enn betur við bakið á ungmennunum þegar meðferð lýkur og styrkja þau félagslega.