Álfur pakkaði inn vinnuaðstöðu bæjarstjóra
Álfaæði virðist hafa runnið á íbúa Reykjanesbæjar ef marka má færslur á Facebook. Þeir hafa víða komið sér fyrir á heimilum og eru að prakkarast þegar heimilisfólk er farið að sofa. Í jarðskjálftunum í nótt virðast álfar hafa ferið á ferðalag um bæinn og komið sér fyrir hjá fyrirtækjum og stofnunum.
Álfur fannst á skrifstofu bæjarstjóra Reykjanesbæjar í morgun þar sem hann hafði komið sér vel fyrir, búinn að pakka inn vinnuaðstöðinni og með miða þar sem stendur; „Þú mátt fá frí í dag - Gleðileg jól.“