Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Alexander Ragnarsson sækist eftir 4.-5. sæti
Fimmtudagur 13. febrúar 2014 kl. 09:57

Alexander Ragnarsson sækist eftir 4.-5. sæti

– í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.

Alexander Ragnarsson gefur kost á sér í 4.-5. sæti í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ  þann 1. mars næstkomandi.

„Ég er menntaður húsasmíðameistari. Vann um tíma í Hagkaupum á Fitjum í Njarðvík eða þar til að ég hóf störf í Húsasmiðjunni og starfaði þar sem  sölumaður í timburdeild  í 3 ár. Eftir það vann ég með foreldrum mínum í Innrömmun Suðurnesja og í dag er ég sjálfstætt starfandi og rek verktakafyrirtækið Arey ehf. Er giftur Bylgju Sverrisdóttur og eigum við 3 börn, Óla Ragnar, Eygló og Veigar Pál.

Ég hef starfað að íþrótta- og æskulýðsmálum. Fyrir körfuknattleiksdeild Njarðvíkur í hart nær 20 ár. Sem stjórnarmaður frá árinu 1998-2002, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur tímabilið 2000-2001 og formaður unglingaráðs körfuknattleiksdeildar UMFN frá 2007.

Hef verið varamaður í Íþrótta og tómstundaráði síðasta kjörtímabil.

Ég vil hlúa vel að innra starfi íþróttafélaganna hér í bæ. Ég sé Reykjanesbæ sem bæjarfélag tækifæranna og vill ég leggja mitt af mörkum til að okkur takist að nýta þau. Því bið ég um ykkar stuðning í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 1. mars næstkomandi,“ segir Alexander í tilkynningu til Víkurfrétta.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024