Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aldrei séð annað eins fuglager!
Föstudagur 5. júlí 2002 kl. 15:14

Aldrei séð annað eins fuglager!

Nokkuð hefur verið haft samband við Víkurfréttir vegna fuglagers í fjörum í Garði og úti í Garðsjó. Þúsundir fulga eru í sannkölluðu fuglageri skammt frá landi og allar fjörur eru þéttsetnar af fugli.Eldri maður, sem ljósmyndari ræddi við í Garðinum síðdegis í gær, sagðist aldrei hafa séð annað eins. Hafi hann meðal annars verið til sjós en aldrei séð annan eins fuglafjölda.
Skýringar á fuglafjöldanum er erfitt að finna en einna helst telja menn að mikið sé af æti í Garðsjó um þessar mundir.

Meðfylgjandi mynd tók Páll Ketilsson síðdegis í gær skammt frá höfninni í Garði og sýnir hún aðeins lítinn hluta úr fuglagerinu í Garðsjónum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024