Aldrei meiri þörf fyrir samstöðu
Aðalfundur SSS hófst í morgun í Gerðaskóla. Oddný Harðardóttir, formaður SSS, kom í setningarræðu sinni inn á ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar og sagði að þörfina fyrir samvinnu sveitarfélaganna á Suðurnesjum aldrei hafa verið meiri og leggja yrði megináherslu á uppbyggingu atvinnutækifæra.
Oddný kom inn á löggæslumálin í setningaræðunni og sagði það kröfu sveitarfélaganna að sami fjöldi lögreglumanna yrði við emæbætti lögreglustjórnans á Suðurnesjum og var þegar embættinn í Keflavík og Keflavíkurflugvelli voru sameinuð.
Oddný kom einnig inn á málefni Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja og sagði að þjónustan þar myndi hrynja ef ekkert yrði að gert. Það myndu íbúar Suðurnesja ekki sætta sig við. Formlegar ályktanir vegna þessara mála verða lögð fram á fundinum í dag.
VF-mynd/elg: Oddný Harðardóttir, formaður SSS, flytur setningarræðuna í morgun.