Sunnudagur 10. september 2006 kl. 09:34
Alda slagsmála á Hafnargötu
Í nótt þurfti lögregla í fimm tilfellum að hafa afskipti af fólki vegna slagsmála á Hafnargötu í Keflavík. Tveir aðilar úr þeim slagsmálum leituðu læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.