Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Álagið á starfsfólk Reykjanesbæjar er farið að segja til sín
Föstudagur 16. febrúar 2024 kl. 06:00

Álagið á starfsfólk Reykjanesbæjar er farið að segja til sín

„Enn og aftur ætlar meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar að gera nýjan samning við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um móttöku flóttafólks. Eigum við ekki að rifja aðeins upp reynsluna af fyrri þjónustusamningi og allt samráðsleysið við Reykjanesbæ.“ Svona hefst bókun sem Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar, lagði fram á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar við fundargerð velferðarráðs bæjarins frá 17. janúar.

„Meirihlutinn sá sig knúinn til að gera síðasta samning til þess að endurheimta hluta af þeim fjármunum sem sveitarfélagið hefur lagt til vegna mikils fjölda flóttamanna á svæðinu. Þegar síðasti samningur var samþykktur var hann samþykktur með þeim fyrirvara að gerð yrði viljayfirlýsing um fækkun flóttafólks í bænum. Við þann samning var ekki staðið af hálfu ríkisins og við erum ekki að sjá fækkun eins og lofað var. Ætlar meirihlutinn að láta eins og ekkert hafi í skorist?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þjónustusamningurinn hefur haft í för með sér verulegt álag á ýmsa innviði bæjarins. Eins og allir vita þá er Reykjanesbær löngu kominn að þolmörkum í móttöku flóttamanna og bæjarstjórinn hefur komið því skýrt á framfæri opinberlega.

Álagið á starfsfólk Reykjanesbæjar er farið að segja til sín. Við sem sveitarfélag eigum að vera farin að átta okkur á því að það fylgir aldrei nægilegt fé þeim verkefnum sem ríkið setur á sveitarfélögin í landinu.

Reykjanesbær á að hlusta á íbúana og segja nei við nýjum samningi. Við vorum frumkvöðlar í móttöku flóttafólks og höfum sannarlega staðið okkur vel.

Þetta er orðið gott. Gleymum því ekki að í nágrannasveitarfélagi okkar Grindavík ríkir neyðarástand vegna náttúruhamfara. Við aðstoðum Grindvíkinga eins og við mögulega getum en til þess að það sé hægt þá þarf að vera til húsnæði í Reykjanesbæ,“ segir í bókun Margrétar Þórarinsdóttur.