Álag við þolmörk á rafdreifikerfið
Eins og gögn hafa sýnt undanfarna tvo sólahringa þá hefur raforkunotkun aukist mikið seinni part dags og í kringum kvöldmat. Álag á mörgun hverfum hefur verið við þolmörk og í öðrum hverfum hefur orðið útsláttur vegna álags.
„Við vitum að aðstæður eru erfiðar en við verðum að standa saman og biðlum við því enn og aftur til notenda að takmarka notkun við 3kw,“ segir í skilaboðum frá HS Veitum til Suðurnesjafólks.