Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Álag á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Þriðjudagur 11. mars 2014 kl. 12:22

Álag á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

– bið eftir tímum hjá læknum á dagvinnutíma er afar löng.

Að undanförnu hefur verið mikið álag á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, og bið eftir tímum hjá læknum á dagvinnutíma er afar löng.

„Þetta er að öllum líkindum tímabundið ástand og biðjumst við velvirðingar á þessu. Heilsugæsluvakt fyrir aðkallandi erindi er sem fyrr milli 16-20 alla daga og bráðavakt allan sólarhringinn,“ segir í tilkynningu frá HSS.

Þeir sem eiga pantaðan tíma að deginum en hyggjast ekki nota hann eru vinsamlegast beðnir um að láta vita svo aðrir geti nýtt hann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024