Álag á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
– bið eftir tímum hjá læknum á dagvinnutíma er afar löng.
Að undanförnu hefur verið mikið álag á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, og bið eftir tímum hjá læknum á dagvinnutíma er afar löng.
„Þetta er að öllum líkindum tímabundið ástand og biðjumst við velvirðingar á þessu. Heilsugæsluvakt fyrir aðkallandi erindi er sem fyrr milli 16-20 alla daga og bráðavakt allan sólarhringinn,“ segir í tilkynningu frá HSS.
Þeir sem eiga pantaðan tíma að deginum en hyggjast ekki nota hann eru vinsamlegast beðnir um að láta vita svo aðrir geti nýtt hann.