Ákvörðun um kaup OR í Hitaveitunni frestað
Stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem m.a. átti að taka fyrir hugsanlegt tilboð OR í hluti í Hitaveitu Suðurnesja, hefur verið frestað fram yfir helgi.
Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um þetta mál, en þar lýsir Árni Sigfússon, bæjarstjóri og stjórnarformaður HS, yfir furðu sinni á vinnubrögðum Orkuveitunnar, en upplýsingar um áform OR komu ekki inn á borð Reykjanesbæjar, stærsta hluthafans í HS, fyrr en í gær.
VF-mynd/elg - Séð yfir borsvæði á Reykjanesi