Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ákvörðun um Helguvík veltur á orkumagninu
Laugardagur 27. mars 2010 kl. 15:15

Ákvörðun um Helguvík veltur á orkumagninu

Þarf meira til en að stækka aðeins Reykjanesvirkjun

Álverið í Helguvík þarf 160 megavatta (MW) orku til að hefja vinnslu. Það er þó ekki nóg, því forsvarsmenn þess vilja vita um framhaldið áður en ákvörðun um uppbygginguna hefst. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í gær. HS Orka gæti afhent þeim 35 MW í árslok 2011 og Norðurál, eigandi álversins, hefur gert samning við Orkuveitu Reykjavíkur um 47,5 MW í fyrsta áfanga álversins. Norðurál hefur óskað eftir viðræðum við Landsvirkjun um hluta af 50 MW sem þeir segja Landsvirkjun eiga ónotaða á landsnetinu, en enn vantar þá megavött uppá svo hægt sé að hefja vinnslu á fyrsta áfanga álversins. Hún fæst ekki nema með stærri Reykjanesvirkjun.


Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, bíður eftir ákvörðun Orkustofnunar um hvort hún leyfi stærri virkjun. Orkustofnun hafi tíma til 26. apríl til ákvörðunarinnar: »Við tryggjum ekki álverinu orku án virkjanaleyfa«

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að þrátt fyrir að fyrsta áfanganum yrði tryggð orka með stærri Reykjanesvirkjun, hefjist framkvæmdir ekki fyrr en ljóst sé að hægt verði að stækka álverið á næstu árum: »Það þarf að vera klárt að við fáum orku fyrir fyrsta áfangann en jafnframt að svo verði í framhaldinu líka.« Ekki náðist í Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, en Landsvirkjun bókaði í nóvember á síðasta ári að hún myndi ekki útvega orku til nýrra álvera á suðvesturhluta landsins.