Ákvörðun tekin í dag
Það ræðst í dag hvort Íshús Njarðvíkur fær leyfi til þess hjá norsku siglingastofnuninni að halda áfram með björgun Guðrúnar Gísladóttur KE af hafsbotni. Bankatrygging vegna björgunaraðgerðanna barst stofnuninni í símbréfi í gær.Norska ríkisútvarpið í Norðurlandsfylki greinir frá því í dag að björgunardeild norsku siglingastofnunarinnar hafi fengið símbréfið í gær og þar komi fram að búið sé að útvega bankaábyrgð til þess að hægt sé að halda verkinu áfram. Haft er eftir Guðjóni Johnsen hjá Íshúsi Njarðvíkur að eigendur skipsins vilji halda verkinu áfram nú í vikunni. Það kemur í ljós síðar í dag hvort orðið verður við þeirri beiðni en norsk yfirvöld eru orðin langþreytt á viðskiptum við Íslendingana eins og segir í frétt NRK. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skip.is