Akurskóli bætist við kjörstaði
Vegna íbúafjölgunar í Reykjanesbæ undanfarin ár hefur yfirkjörstjórn ákveðið að bæta við einum kjörstað í komandi alþingiskosningum. Hann verður í Akurskóla og er ætlaður íbúum í Innri – Njarðvík, flugvallarhverfi og Höfnum. Kjörstaðir hafa undanfarin ár verið tveir, í Heiðarskóla fyrir íbúa í Keflavík og í Njarðvíkurskóla fyrir íbúa í Njarðvík.
Alþingiskosningar verða 25. apríl næstkomandi og opna kjörstaðir klukkan níu.