Akstur strætó í Reykjanesbæ fellur niður á morgun
Allur akstur strætó mun falla niður á morgun, þriðjudaginn 20. des. Ómögulegt hefur reynst að koma akstri af stað í dag (19. des) og nú er staðan það slæm í mörgum hverfum að það er orðið ljóst að akstur mun ekki hefjast á morgun, segir í tilkynningu frá umhverfissviði Reykjanesbæjar.
Mikið hreinsunarstarf er fyrir höndum svo strætó geti ekið sína leið með öruggum hætti.
„Við biðjum fólk að fara ekki á vanbúnum bílum út í óvissuna því það tefur hreinsunarstarfið mest af öllu að fólk festi bíla sína á götum bæjarins.
Með fyrir fram þökk um samstarf og skilning.
Umhverfissvið Reykjanesbæjar“.