Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ákall frá Reykjanesbæ um auknar framkvæmdir
Laugardagur 11. apríl 2020 kl. 11:05

Ákall frá Reykjanesbæ um auknar framkvæmdir

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsir yfir áhyggjum sínum yfir dökkri stöðu atvinnumála á Suðurnesjum og kallar eftir nauðsynlegum aðgerðum og samráði við ríkisstjórn Íslands án tafar. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar á fundi hennar þriðjudaginn 7. aprí.

Suðurnesin hafa orðið fyrir tvöföldu áfalli á skömmum tíma, fyrst með falli WOW Air, með tilheyrandi 30% samdrætti í flugsamgöngum, og nú því reiðarslagi sem heimsfaraldrinum fylgir. Ljóst er að áhrifin munu valda sögulegu atvinnuleysi sem nú nálgast á þriðja tug prósenta á svæðinu. Höggið kallar á fumlausar aðgerðir, samstöðu og lausnir sem leiða til öflugrar viðspyrnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarstjórn hvetur því ríkisstjórnina til þess að beita sér strax fyrir leiðréttingu ríkisframlaga til stofnanna á Suðurnesjum og flýtingu framkvæmda eins og kostur er. Horft verði til þeirra verkefna sem þegar hafa verið kynnt fyrir ríkisvaldinu auk verkefna á sviði öryggismála, menntamála, samgangna og heilbrigðismál sem ráðast má í með skömmum fyrirvara.

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar þeim almennu aðgerðum sem nú þegar hefur verið ráðist í en krefst þess að sérstaklega sé tekið tillit til þeirra svæða á Íslandi sem verst verða úti.

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að standa vörð um velferð íbúa í gegnum þá erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Saman munum við vinna sigur á þeirri heilbrigðisvá sem að steðjar og endurreisa hér blómlega byggð þar sem framsækni, virðing og eldmóður tryggir heilsu og lífsgæði okkar allra.

Hér að neðan getur þú svo skoðað páskablað Víkurfrétta í heild sinni. Blaðið er 74 síður og troðfullt af lesefni.