Ákærður fyrir að hóta lögreglumanni lífláti

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hóta lögreglumanni lífláti í fangaklefa á lögreglustöðinni að Hringbraut 130 í Reykjanesbæ þann 24. febrúar 2008. Þetta kemur fram í frétt á visir.is í dag.
Sami maður er ákærður fyrir að hafa ítrekað reynt að toga lögreglumann af öðrum manni sem hann hafði yfirbugað við skemmtistaðinn Yello við Hafnargötu í Reykjanesbæ í desember 2007.
Málið gegn manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				