Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ákærðir fyrir að dreifa sjónvarpsefni
Þriðjudagur 14. september 2004 kl. 17:51

Ákærðir fyrir að dreifa sjónvarpsefni

Ríkislögreglustjóri hefur gefið út ákæru á hendur fjórum forsvarsmönnum fyrirtækis í Reykjanesbæ fyrir að dreifa sjónvarpsefni án heimildar. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Mennirnir eru ákærður fyrir að dreifa án heimildar útsendingum nokkurra erlendra sjónvarpsstöðvar til 1650 aðila í Reykjanesbæ gegn gjaldi frá árinu 2000 til byrjun árs 2004 þegar lögregla stöðvaði útsendingarnar.

Norðurljós leggja fram kröfu upp á 290 milljónir króna á hendur félaginu og mönnunum og er miðað við tekjur sem fengust af dreifingu sjónvarpsefnis.

Ríkissaksóknari krefst þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og að fyrirtækið sæti upptöku á myndlyklum og lykilkortum sem notuð voru.

Í ákærunni kemur fram að fyrirtækið hafi tekið á móti læstum útsendingum frá Sky One, Sky Movies, TV-1000, Sky Sport 1, Skyr Sport 2, Comedy Channel, Cartoon Network og Fox Kids. Í ákærunni kemur fram að læstar útsendingar sjónvarpsstöðvanna hefi verið opnaðar með myndlyklum sem staðsettir voru í húsakynnum fyrirtækisins og aðilum sem ekki voru áskrifendur að stöðvunum veittur aðgangur að útsendingunum. Er þetta talið varða við útvarpslög.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024