Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Airport Associates segir upp 315 manns - mörgum boðið minna starfshlutfall
Frá fundi Sigþórs með forráðamönnum stærstu stéttarfélaganna í nóvember. VF-mynd/pket.
Föstudagur 29. mars 2019 kl. 15:20

Airport Associates segir upp 315 manns - mörgum boðið minna starfshlutfall

Airport Associates hefur sent 315 starfsmönnum af 400 uppsagnarbréf vegna endurskipulagningar á starfsemi fyrirtækisins. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri APA segir þó að gert sé ráð fyrir því að stór hluti þess hóps verði endurráðinn en margir þó í minna starfshlutfalli.

„Við brotthvarf WOW breytist talsvert vinnuferlið hjá okkur, t.d. vaktafyrirkomulag. Við vonum að sem flestir þiggi að minnka hlutfallið og við vonumst til að geta fyllt upp í það sem fyrst. Þetta er hugsað svona til að geta mildað höggið gagnvart starfsfólkinu,“ sagði Sigþór við Víkurfréttir.

Public deli
Public deli

Á síðasta sumri voru 600-700 manns í vinnu hjá félaginu og þá var hlutur WOW um og yfir helmingur í rekstrinum. 

„Það gefur því auga leið að þetta hefur mikil áhrif á reksturinn en fyrirtækið byggir á traustum grunni og við munum vinna okkur í gegnum þetta, vonandi sem fyrst. Við erum bjartsýn á framtíðina þrátt fyrir þetta högg,“ sagði Sigþór.

Starfsmenn APA á fundi vegna uppsagna í nóvember sl.