Airbus-risinn enn á Keflavíkurflugvelli
Íslandsvinurinn Airbus A380, stærsta farþegaþota heims, kom við á Keflavíkurflugvelli um hádegisbilið til lendingaæfinga.
Ekki var það hliðarvindurinn sem kallaði risann hingað til lands heldur var verið að æfa og prófa ýmsa aðra þætti.
Vélin lenti nokkrum sinnum og tók af stað í um klukkutímaæfingu og fór m.a. í hring yfir höfuðborgina og vakti þar mikla athygli, áður en hún hélt aftur til síns heima.
VF-Mynd/Þorgils