Air Canada lenti með farþega í andnauð
Farþegaflugvél frá Air Canada varð að neyðarlenda nú fyrir skömmu á Keflavíkurflugvelli þar sem að einn farþeginn er sagður hafa fengið asmakast. Sjúkrabifreið var kölluð til frá Brunavörnum Suðurnesja eftir að Neyðarlínunni hafði verið gert viðvart um veikindi farþegans.
Ekki er vitað um líðan farþegans eða hvenær för Air Canada verður haldið áfram.
Ekki er vitað um líðan farþegans eða hvenær för Air Canada verður haldið áfram.