Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 17. nóvember 2003 kl. 16:07

Áhyggjur vegna uppsagna

Á þingi Landssambands Íslenskra verslunarmanna sem fram fór í Reykjavík um helgina var samþykkt ályktun um uppsagnir Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Ályktunin hljóðar svo:

„24. þing LÍV lýsir áhyggjum vegna fyrirhugaðra uppsagna starfsmanna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fundurinn skorar á ríkisstjórn Íslands að hefja nú þegar samráð við stéttarfélög og sveitarstjórnir á Suðurnesjum, um aðgerðir sem dregið gætu úr afleiðingum þessara uppsagna. Það er óviðunandi fyrir starfsfólk að búa við þessa óvissu sem nú ríkir og nauðsynlegt að henni sé eytt. Strax verði hugað að uppbyggingu í atvinnumálum á Suðurnesjum vegna þeirra breytinga sem nú eru greinilega að verða á starfssemi Varnarliðsins.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024