Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Áhyggjur vegna þjónustuskerðingar í leikskólum
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 6. júlí 2025 kl. 06:40

Áhyggjur vegna þjónustuskerðingar í leikskólum

Á bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar í byrjun júní var farið yfir svör við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins um þjónustuskerðingu í leikskólum bæjarins frá 1. september 2024 til 1. maí 2025. Sverrir Bergmann Magnússon greindi frá niðurstöðum.

Samkvæmt upplýsingum sem fram komu á fundinum hafði þjónusta verið skert í leikskólanum Heiðarseli í alls 17 skipti á tímabilinu, þar af 16 sinnum á haustmánuðum 2024. Í Stapaskóla hafði þjónustuskerðing átt sér stað í 12 skipti, þar af 9 sinnum á vorönn.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Margrét A. Sanders, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði fram bókun fyrir hönd flokksins þar sem lýst var undrun yfir því hve mikil þjónustuskerðingin reyndist vera, sérstaklega í ljósi þess að bæjarfulltrúar höfðu ekki verið upplýstir um umfangið. 

Þar kom fram að þó stjórnendur leikskólanna hafi lagt sig fram við að lágmarka áhrif skerðingarinnar á börn og foreldra, hafi hún í mörgum tilvikum komið með litlum sem engum fyrirvara.

Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að farið verði sérstaklega yfir þessi mál í menntaráði bæjarins og leitað leiða til að koma í veg fyrir frekari skerðingar á þjónustu við yngstu íbúa sveitarfélagsins.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025