Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áhyggjur vegna innviða - dregið hefur úr gosvirkni
Séð yfir hraunstrauminn úr lofti í nótt. Mynd/Landhelgisgæslan.
Sunnudagur 17. mars 2024 kl. 09:31

Áhyggjur vegna innviða - dregið hefur úr gosvirkni

Dregið hefur úr gosvirkni í nótt og sömuleiðis úr skjálftavirkni samkvæmt fréttum frá Veðurstofu Íslands að morgni sunnudags.

Hraun stefnir enn að Suðurstrandarvegi en fram kom í spjalli við Bergþóru Kristinsdóttur hjá Vegagerðinni á Rás 2 í morgun að stefnt sé að því að gera nýjan Suðurstrandarveg eða færa hann en í nótt fór hraun yfir Grindavíkurveg. Nýr vegur verður lagður yfir það hraun þegar það verður orðið tímabært.

Aðgangur að Grindavík er nú aðeins um Nesveg. Bergþóra segir að hann sé aðeins laskaður en honum hafi þó verið haldið ökufærum en til standi að fara í viðgerðir á honum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víðir Reynisson hjá Almannavörnum sagði fyrr í morgun að áhygguefnið núna væru innviðir, aðeins séu um 200 metrar eftir að lögnum á Njarðvíkuræðinni. Þá séu hraun um nokkur hundruð metra frá Suðurstrandarvegi. Neyðarstjórn HS Veitna var að störfum í nótt. „Góðu fréttirnar eru að frá síðasta gosi er búið að fergja hluta Njarðvíkuræðar­inn­ar og er því heita­vatns­lögn­in, sem flytur heitt vatn til Suðurnesja, nú bet­ur tryggð en fyr­ir síðasta gos ef svo fer að hraunflæði fer aftur yfir hana,“ segir á heimasíðu fyrirtækisins.

Landhelgisgæslan flaug yfir gosstöðvarnar í nótt og tók þessar myndir.