Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áhyggjur af veðtrygginum Reykjanesbæjar vegna Geysis Green
Fimmtudagur 17. desember 2009 kl. 10:36

Áhyggjur af veðtrygginum Reykjanesbæjar vegna Geysis Green


Þær breytingar sem orðið hafa á Geysi Green Energy hafa engin áhrif á þær tryggingar sem Reykjanesbær hefur fyrir veði í skuldabréfi sem gefið var út vegna sölu bæjarins á hlut sínum í HS Orku til GGE.  Þetta segir Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðifslokks í Reykjanesbæ. Eysteinn Jónsson, bæjarfulltrúi A-lista, segist hafa verulegar áhyggur af þessu skuldabréfi og hvernig það fáist greitt.

GGE keypti sem kunnugt er 34% hlut Reykjanesbæjar í HS Orku á 13 milljarða króna og var stæsti hluti kaupverðsins greiddur með skuldabréfi og hlut í HS veitum. Skuldabréfið hljóðar upp á 6 milljarða króna sem greiðist á 7 árum.

Böðvar Jónsson segir tryggingar Reykjanesbæjar á veðum í skuldabréfinu ekki minni en þær voru fyrir þær breytingar sem orðið hafa á Geysi Green Energy. Böðvar segir Reykjanesbæ þegar hafa fengið hluta af skuldabréfinu greiddan. Gefið hafi verið út skuldabréf fyrir því sem eftir stóð með veði í bréfunum.
Þær breytingar sem orðið hafi Geysi Green Energy hafi engin áhrif á þær tryggingar sem Reykjanesbær hafi fyrir því veði.

Þetta kom fram í máli Böðvars á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn en þar lýsti Eysteinn Jónsson, bæjarfulltrúi A-listans, áhyggjum sínum af þessum skuldabréfum.

Eysteinn benti á að A-listinn hefði gert alvarlegar athugasemdir við söluferlið og hvernig samþykkt var að taka á móti skuldabréfi sem greiðslu með 100% veðsetningu.  A-listinn taldi það mjög hæpin viðskipti. Tryggingar fyrir skuldabréfinu hefðu ekki verið nægar. Núna kæmu svo fréttir af því að í raun ætti að leysa félagið upp með því að selja eignir þess. Þetta undirstrikaði þær áhyggjur sem A-listinn hefði lýst þegar talað var um fjárhagslegt heilbrigði Geysis Green Energy í tengslum við þessi viðskipti.
„Allt það sem við bendum á er að koma fram. Í ljósa þessara frétta hef ég verulegar áhyggjur af þessu skuldabréfi og hverniig það fáist greitt,“ sagði Eysteinn.
Hann benti á  að afborganir af þessu skuldabréfi hæfust ekki fyrr en eftir sex ár og á meðan hlæðust upp vextir sem ekki væru tryggingar fyrir.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Orkuver HS Orku á Reykjanesi.