Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áhyggjur af neikvæðri umræðu um Vallarheiði
Fimmtudagur 20. desember 2007 kl. 13:44

Áhyggjur af neikvæðri umræðu um Vallarheiði

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lýsir yfir áhyggjum sínum af neikvæðri umræðu sem hefur verið um málefni tengd gömlu varnarstöðnni og þróun á Vallarheiði. Í samþykkt á síðasta stjórnarfundi í vikunni segir að umbreytingin sem þegar hafi orðið á svæðinu hafi haft jákvæð samfélagsleg áhrif á sveitarfélögin á Suðurnesjum og enn frekari uppbygging og fleiri verkefni felist þar.

Samþykktin er svohljóðandi:

 Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum vill í ljósi umræðna um uppbyggingu á fyrrum varnarsvæði, leggja áherslu á eftirfarandi:

Náðst hefur á stuttum tíma og með afar góðum árangri að breyta fyrrum varnarstöð í lifandi þjónustu-og vísindasamfélag.  Umbreytingin hefur nú þegar haft jákvæð samfélagsleg áhrif á sveitarfélögin á Suðurnesjum og í henni felast tækifæri til enn fleiri verkefna og fjölbreyttrar atvinnuuppbyggingar.  Allt frá upphafi þessa starfs var áhersla lögð á að tekið yrði tillit til uppbyggingarmarkmiða sveitarfélaga á Suðrnesjum og stöðu þeirra ekki ógnað.  Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lýsir áhyggjum sínum yfir þeirri neikvæðu umræðu sem fram hefur farið að undanförnu um uppbyggingu svæðisins.  Stjórnin telur mikilvægt að vallarsvæðið verði uppspretta nýrra hugmynda og atvinnutækifæra og fái að njóta jákvæðrar kynningar og hvatningar í samfélaginu.


Ljósmynd: Oddgeir Karlsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024