Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áhugi á að kaupa samkomuhúsið Festi í Grindavík
Föstudagur 28. janúar 2011 kl. 11:56

Áhugi á að kaupa samkomuhúsið Festi í Grindavík

Forsvarsmenn fasteignafélags í Grindavík komu á fund bæjarráðs Grindavíkur í vikunni til að kynna sínar hugmyndir varðandi kaup á Festi og breytingar á húsnæðinu, sem gera ráð fyrir að samkomusalur haldi sér, líkt og segir í fundargerð bæjarráðs. Þar hafa í gegnum tíðina verið haldin mörg mannamót og dansleikir en húsið hefur staðið autt síðan 2008 og er búið að rífa allt innan úr húsinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024