Áhugaverðir fyrirlestrar á aðalfundi SSS
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum var haldinn í Sandgerði um helgina. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var fjallað um skýrslu félagsmálaráðuneytisins um Átak um eflingu sveitarstjórnarstigsins, þar sem Róbert Ragnarsson starfsmaður verkefnisstjórnar fór yfir tillögur nefndar um sameiningu sveitarfélaga og hugmyndir að breyttri verka- og tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Ketill Jósepsson, forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja, fjallaði um ýmsar hliðar atvinnuleysis í erindi sem hann kallaði Er atvinnuleysi dulbúið?
Þeir Guðmundur Pétursson ráðgjafi og Ríkharður Ibsen fjölluðu um tækifæri og framtíðarsýn í atvinnumálum á svæðinu í erindi sem þeir kölluðu Reykjanes til framtíðar.
Nánari fréttir af aðalfundi SSS verða í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
Ketill Jósepsson, forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja, fjallaði um ýmsar hliðar atvinnuleysis í erindi sem hann kallaði Er atvinnuleysi dulbúið?
Þeir Guðmundur Pétursson ráðgjafi og Ríkharður Ibsen fjölluðu um tækifæri og framtíðarsýn í atvinnumálum á svæðinu í erindi sem þeir kölluðu Reykjanes til framtíðar.
Nánari fréttir af aðalfundi SSS verða í Víkurfréttum á fimmtudaginn.