Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áhugaverð viðtöl í Víkurfréttum vikunnar
Þriðjudagur 2. febrúar 2021 kl. 18:52

Áhugaverð viðtöl í Víkurfréttum vikunnar

Víkurfréttir koma út á morgun, miðvikudag. Blað vikunnar er fjölbreytt að vanda.

Árni Björn Ólafsson fer með jákvæðni að vopni í gegnum krabbameinsmeðferð og segir frá ferlinu á opinskáan hátt á netinu. Hann ræðir baráttuna við Víkurfréttir í einlægu og opinskáu viðtali.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Matti Osvald er þekktur heilsuráðgjafi og markþjálfi og Eva María er líka markþjálfi og heldur úti vinsælu hlaðvarpi. Þau feðgin eru í viðtali við Víkurfréttir í dag en þau eru að hjálpa fólki að láta drauma sína rætast.

Vakning er í líkamsrækt. Kjartan Már Hallkelsson hjá GYM heilsu í Grindavík og Vogum í viðtali við Víkurfréttir í þessari viku.

Við tökum einnig hús á Lubba Peace í gamla bænum í Keflavík. Þar eru framleiddir hlaðvarpsþættir og haldnir jóga-tímar.

Kristinn Óskarsson hefur dæmt 800 körfuboltaleiki á 32 árum. Hann er í viðtali við Víkurfréttir í þessari viku

Fjölmargt annað áhugavert er í blaði vikunnar. Þá eru fastir liðir á sínum stað eins og aflafréttir og lokaorð.

Víkurfréttum verður dreift á alla okkar helstu dreifingarstaði á miðvikudagsmorgun. Tryggðu þér eintak á prenti eða lestu rafrænu útgáfuna hér að neðan.