Áhugaverð viðtöl í Víkurfréttum vikunnar
Víkurfréttir koma út á morgun, miðvikudag. Blað vikunnar er fjölbreytt að vanda.
Árni Björn Ólafsson fer með jákvæðni að vopni í gegnum krabbameinsmeðferð og segir frá ferlinu á opinskáan hátt á netinu. Hann ræðir baráttuna við Víkurfréttir í einlægu og opinskáu viðtali.
Matti Osvald er þekktur heilsuráðgjafi og markþjálfi og Eva María er líka markþjálfi og heldur úti vinsælu hlaðvarpi. Þau feðgin eru í viðtali við Víkurfréttir í dag en þau eru að hjálpa fólki að láta drauma sína rætast.
Vakning er í líkamsrækt. Kjartan Már Hallkelsson hjá GYM heilsu í Grindavík og Vogum í viðtali við Víkurfréttir í þessari viku.
Við tökum einnig hús á Lubba Peace í gamla bænum í Keflavík. Þar eru framleiddir hlaðvarpsþættir og haldnir jóga-tímar.
Kristinn Óskarsson hefur dæmt 800 körfuboltaleiki á 32 árum. Hann er í viðtali við Víkurfréttir í þessari viku
Fjölmargt annað áhugavert er í blaði vikunnar. Þá eru fastir liðir á sínum stað eins og aflafréttir og lokaorð.
Víkurfréttum verður dreift á alla okkar helstu dreifingarstaði á miðvikudagsmorgun. Tryggðu þér eintak á prenti eða lestu rafrænu útgáfuna hér að neðan.