Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áhugaverð opin hádegi á þriðjudögum í vetur
Ingi Rafn Sigurðsson frá Karolina Fund kynnti hópfjármögnun í frumkvöðlasetrinu Eldey á opnu hádegi sl. þriðjudag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Mánudagur 18. nóvember 2013 kl. 18:14

Áhugaverð opin hádegi á þriðjudögum í vetur

Opin hádegi er yfirskrift hádegisfyrirlestra sem haldnir verða á þriðjudögum í vetur í samstarfi Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, Markaðsstofu Reykjaness, Reykjanes jarðvangs, frumkvöðlasetursins á Ásbrú, Kadeco og Keilis - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs.

Næsti fyrirlestur verður þriðjudaginn 19. nóvember í Keili en þar mun Jón Gauti Jónsson fjallaleiðsögumaður segja frá öryggi í óbyggðum og ábyrgð leiðsögumanna. Sjá hér!

Suðurnesjamenn eru hvattir til þess að mæta og fylgjast með því helsta sem er í deiglunni hvort sem það er á sviði nýsköpunar og fræðslu eða einfaldlega hvetjandi í dagsins önn.

Fyrirlestrarnir verða kynntir jafnóðum og verða þeir haldnir á þriðjudögum, bæði í húsnæði frumkvöðlasetursins á Ásbrú Grænásbraut 506, hjá aðilum í ferðaþjónustu og hjá Keili Grænásbraut 910.

Hægt verður að fylgjast nánar með á síðunni http://heklan.is/opinhadegi og í samfélagsmiðlum skipuleggjenda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024