Áhugaverð gönguleiðamyndbönd á vf.is
Ellert Grétarsson, leiðsögumaður og náttúruljósmyndari, framleiddi í sumar fjögur ný gönguleiðamyndbönd um áhugaverða staði á Reykjanesskaga. Þessi myndbönd hafa verið til sýningar í Sjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is.
Nú hafa myndböndin verið sett í sérstakan efnisflokk hér á vf.is undir liðnum „Gönguleiðir á Reykjanesskaga“.
Myndböndin eru framleidd með stuðningi Menningarráðs Suðurnesja.
Meðfylgjandi mynd er skjáskot úr einu myndbandinu sem sýnir hvernig eldgos á Reykjanesskaga mun líta úr.