Áhugasamir eldri borgarar um þjónustu í Reykjanesbæ
 Kynningarfundur Reykjanesbæjar og Félags eldri borgara á Suðurnesjum um þjónustu við eldri borgara í Reykjanesbæ var vel sóttur í dag. Fundurinn fór fram í Kirkjulundi.
Kynningarfundur Reykjanesbæjar og Félags eldri borgara á Suðurnesjum um þjónustu við eldri borgara í Reykjanesbæ var vel sóttur í dag. Fundurinn fór fram í Kirkjulundi. Á fundinum kynnti starfsfólk Reykjanesbæjar þjónustu við eldri borgara. Nesvellir kynntu þjónustu sína fyrir eldri borgara og þá ræddi Guðrún E. Ólafsdóttir um hin undursamlegu efri ár.
Nánar verður fjallað um fundinn í Víkurfréttum í næstu viku.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				