Áhugahópurinn skorar á stjórnvöld að bjóða út síðari áfanga breikkun Reykjanesbrautar
Fyrsta áfanga við breikkun Reykjanesbrautar er formlega lokið en á föstudag afhentu verktakar brautina til Vegagerðarinnar. Lokaúttekt Vegagerðarinnar á verkinu fór fram í dag. Aðeins á eftir að koma gróðri fyrir á ýmsa bletti við Reykjanesbrautina en það verður gert í vor í samráði við verktaka. Verktakarnir fengu greitt flýtifé vegna verksins.
Steinþór Jónsson formaður áhugahóps upp örugga Reykjanesbraut gleðst yfir því að fyrsta áfanga sé lokið. Steinþór segir að nú þegar sé hafin barátta fyrir síðari áfanganum. „Nú þarf að ljúka tvöföldun. Við höfum fengið að keyra örugga Reykjanesbraut síðan í júlí og það eru allir mjög ánægðir með breytinguna. Brautin er orðin öruggari og ánægjan er einróma,“ segir Steinþór en barátta áhugahópsins heldur áfram. „Við horfum til ummæla samgönguráðherra frá 11. janúar árið 2001. Þar sagði hann að framkvæmdir við fyrsta áfanga breikkun Reykjanesbrautar myndi hefjast á árinu 2002 og það stóðst. Hann sagði einnig að framkvæmdum við fyrsta áfangann myndi ljúka árið 2004 og það stóðst einnig. Í framhaldi af því sagði ráðherra að síðari hluti framkvæmdanna myndi ráðast af mögulegum framkvæmdahraða verktakanna.“
Að sögn Steinþórs hafa verktakarnir ítrekað lýst því yfir að hægt sé að ljúka framkvæmdum við síðari hluta breikkunar Reykjanesbrautar á innan við einu ári. Samkvæmt áætlun Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að breikkun síðari hluta Reykjanesbrautar kosti um 2 milljarða króna. Steinþór segir að mikilvægt sé að allir hlutaðeigandi geri sér grein fyrir því að fyrri hluti breikkunarinnar hafi kostað 60% af upphaflegri áætlun. „Í ljósi reynslu verktakanna trúum við því að slíkar tölur muni sjást aftur ef verkið yrði boðið út núna. Ef þær tölur standast erum við að tala um kostnað uppá milljarð króna.“
Áhugahópurinn fagnar ummælum forsætisráðherra í stefnuræðu sinni þar sem hann talaði um mikilvægi tvöföldunar Reykjanesbrautar. „Áhugahópurinn skorar á stjórnvöld að bjóða út seinni áfangann á næstu vikum. Við höfum vissu fyrir því að þetta sé besti tíminn til þess þannig að hægt sé að tryggja eins hagstæð verð og áður í verkinu,“ sagði Steinþór í samtali við Víkurfréttir.
Steinþór Jónsson formaður áhugahóps upp örugga Reykjanesbraut gleðst yfir því að fyrsta áfanga sé lokið. Steinþór segir að nú þegar sé hafin barátta fyrir síðari áfanganum. „Nú þarf að ljúka tvöföldun. Við höfum fengið að keyra örugga Reykjanesbraut síðan í júlí og það eru allir mjög ánægðir með breytinguna. Brautin er orðin öruggari og ánægjan er einróma,“ segir Steinþór en barátta áhugahópsins heldur áfram. „Við horfum til ummæla samgönguráðherra frá 11. janúar árið 2001. Þar sagði hann að framkvæmdir við fyrsta áfanga breikkun Reykjanesbrautar myndi hefjast á árinu 2002 og það stóðst. Hann sagði einnig að framkvæmdum við fyrsta áfangann myndi ljúka árið 2004 og það stóðst einnig. Í framhaldi af því sagði ráðherra að síðari hluti framkvæmdanna myndi ráðast af mögulegum framkvæmdahraða verktakanna.“
Að sögn Steinþórs hafa verktakarnir ítrekað lýst því yfir að hægt sé að ljúka framkvæmdum við síðari hluta breikkunar Reykjanesbrautar á innan við einu ári. Samkvæmt áætlun Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að breikkun síðari hluta Reykjanesbrautar kosti um 2 milljarða króna. Steinþór segir að mikilvægt sé að allir hlutaðeigandi geri sér grein fyrir því að fyrri hluti breikkunarinnar hafi kostað 60% af upphaflegri áætlun. „Í ljósi reynslu verktakanna trúum við því að slíkar tölur muni sjást aftur ef verkið yrði boðið út núna. Ef þær tölur standast erum við að tala um kostnað uppá milljarð króna.“
Áhugahópurinn fagnar ummælum forsætisráðherra í stefnuræðu sinni þar sem hann talaði um mikilvægi tvöföldunar Reykjanesbrautar. „Áhugahópurinn skorar á stjórnvöld að bjóða út seinni áfangann á næstu vikum. Við höfum vissu fyrir því að þetta sé besti tíminn til þess þannig að hægt sé að tryggja eins hagstæð verð og áður í verkinu,“ sagði Steinþór í samtali við Víkurfréttir.