Fréttir

  • Áhrifa vatnsleysis gætir víða
  • Áhrifa vatnsleysis gætir víða
Fimmtudagur 13. október 2016 kl. 09:18

Áhrifa vatnsleysis gætir víða

— Tæmdu alla frysta í Nettó vegna vatnsleysis

Vatnsleysi í stærstum hluta Reykjanesbæjar og Sandgerði hefur áhrif á ýmsa starfsemi. Skólastarf í grunn- og leikskólum liggur niðri, eins og greint hefur verið frá. Þá eru víða vandræði á salernum, enda ekki hægt að sturta niður.

Starfsfólk Nettó í Krossmóa þurfti að tæma alla frysta í versluninni í gær og koma frystivörum fyrir í versluninni og frystigámum, þar sem vatn er notað á frystikerfin í versluninni. Það var því unnið fram á kvöld í gær við að tæma frystana og að sama skapi mun fara dágóður tími í dag við að fylla aftur á frystana.

Myndirnar voru teknar í gærkvöldi þegar unnið var við að tæma frystana. VF-myndir: Hilmar Bragi

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024