Áhöfn risaþotu nýtur hvíldar í Keflavík
Áhöfn rússneskrar risaþotu nýtur nú hvíldar í Keflavík eftir langt flug frá Rússlandi. Flutningavélin, sem er ein sú stærsta í heiminum, er á leið vestur um haf. Hún mun halda á fram för sinni á morgun og lendir næst í Narsasuaq á Grænlandi áður en hún heldur til Bandaríkjanna.Þessi flugvél hefur nokkrum sinnum haft viðdvöl hér á landi. Síðast var hún hér um síðustu helgi. Að sögn starfsmanns við flugumsjón á Keflavíkurflugvelli er vélinni lent í Keflavík til að hvíla áhöfn, enda vélinni flogið um langan veg með farma sem mældir eru í hundruðum tonna.