Áhöfn Íslendings fagnar 10 ára sjósetningarafmæli
Um þessar mundir eru liðin 10 ár frá því að víkingaskipið Íslendingur var sjósett með viðhöfn við Miðbakkann í Reykjavík. Af því tilefni kom áhöfn skipsins saman í dag í Njarðvík, til hófs sem skipstjórinn, Gunnar Marel Eggertsson bauð til.
Sigling Íslendings var mikil frægðarför á sínum tíma og hafði áhöfnin greinilega gaman af að rifja hana upp í dag. Eftir siglinguna til Ameríku árið 2000 lenti skipið á einskonar hrakhólum uns Reykjanesbær ákvað að ganga í málið og fá skipið til bæjarfélagsins. Var því valin staður við Stekkjarkot þar sem það stendur nú sem minnisvarði um hina miklu þjóðflutninga og landafundi sem Íslendingar stóðu fyrir frá landnámi Íslands og fram eftir eftir öldum.
Á meðal gesta í dag var Árni Sigfússon, bæjarstjóri, Reykjanesbæjar, en svo skemmtilega vill til að Árni rak fyrsta naglann í skipið þegar smíði þess hófst 1996, en þá var Árni borgarstjóri í Reykjavík.
Mynd: Áhöfnin um borð í Íslendingi í dag. VF mynd - Ellert Grétarsson
Sigling Íslendings var mikil frægðarför á sínum tíma og hafði áhöfnin greinilega gaman af að rifja hana upp í dag. Eftir siglinguna til Ameríku árið 2000 lenti skipið á einskonar hrakhólum uns Reykjanesbær ákvað að ganga í málið og fá skipið til bæjarfélagsins. Var því valin staður við Stekkjarkot þar sem það stendur nú sem minnisvarði um hina miklu þjóðflutninga og landafundi sem Íslendingar stóðu fyrir frá landnámi Íslands og fram eftir eftir öldum.
Á meðal gesta í dag var Árni Sigfússon, bæjarstjóri, Reykjanesbæjar, en svo skemmtilega vill til að Árni rak fyrsta naglann í skipið þegar smíði þess hófst 1996, en þá var Árni borgarstjóri í Reykjavík.
Mynd: Áhöfnin um borð í Íslendingi í dag. VF mynd - Ellert Grétarsson