Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áhersla lögð á óbreyttar gjaldskrár
Mánudagur 25. janúar 2010 kl. 10:25

Áhersla lögð á óbreyttar gjaldskrár


Bæjaryfirvöld í Sandgerði leggja áherslu að að halda gjaldskrám sem mest óbreyttum á næstu árum. Bæjarfélagið hefur ekki farið varhluta af breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu og gæta þarf fyllsta aðhald í rekstri bæjarins næstu mánuði. Ljóst er að rekstur bæjarfélagsins verður þungur á næstunni en engu að síður ætlar bæjarfélagið að halda úti framkvæmdum sem nema munu 140 milljónum króna á þessu ári.  Þar ber hæst stækkun Miðhúsa fyrir 34,5 milljónir. Ekki er þó gert ráð fyrir lántökum á árinu.

Þetta er á meðal þess sem fram kom við afgreiðslu á fjárhagsáætlun bæjarins 2010 sem kom til seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi fyrir helgi ásamt þriggja ára áætlun.
„Gert er ráð fyrir að útgjaldaramminn verði því sem næst óbreyttur næstu árin að teknu tilliti til hækkunar á launum og aukins reksturs. Ljóst er hinsvegar að bæjarstjórn leggur þunga áherslu á að rekstrarniðurstaðan verði jákvæð á næstu árum en einhugur ríkir í bæjarstjórn um þá ákvörðun að ekki komi til hækkunar á þjónustugjöldum á meðan verið er að ná áttum í efnahag þjóðarinnar. Bæjarfélagið nýtur þess á erfiðum tímum að eiga Velferðarsjóð til afnota þegar illa árar,“ segir m.a.í greinagerð með áætluninni.

Hægt er að kynna sér málið nánar í fundargerð bæjarstjórnar, smellið hér


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024