Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ágúst GK 95 seldi í Grimsby
Þriðjudagur 10. mars 2009 kl. 10:12

Ágúst GK 95 seldi í Grimsby


Ágúst GK 95 sem Þorbjörn hf. í Grindavík gerir út, landaði 84 tonnum í Grimsby í gær. Meðalverðið var 221,30 kr. en í dag verða seld 113 kör, þar af 89 kör af þorski, samkvæmt upplýsingum frá Þorbirni.

Valdimar GK 195 siglir í dag til Grimsby með um 90 tonn sem seld verða næsta mánudag. Tómas Þorvaldsson GK 10 byrjar að fiska í sig í dag og selur úti eftir 2 vikur
Siglingar á erlenda markaði með ísaðan fisk voru daglegt brauð fyrir árið 2004. Eftir það hafa íslensk skip sára sjaldan siglt með afla. En Sturla GK, sem Þorbjörn gerir einnig út, sigldi til Grimsby og seldi á markaðinum þar dagana 2. og 3. mars sl. en þá var meðalverðið 248 krónur. Þetta var fyrsta löndun íslensks fiskiskips í Grimsby í tæp 9 ár.
 
Markaðurinn á Humber-svæðinu var mikilvægur íslenskum útgerðum um áratugaskeið. Hins vegar er ástandið á mörkuðum með þeim hætti þessa dagana að hagkvæmt er að taka upp siglingar þangað á ný.

Af www.grindavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024