Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 26. apríl 2001 kl. 12:00

Ágreiningur vegna ráðningar skólastjóra

Ágreiningur er uppi vegna ráðningar nýs skólastjóra að Heiðaskóla í Keflavík. Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti ráðninguna einróma með þremur atkvæðum meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og tveimur atkvæðum Samfylkingarinnar sem skipar minnihluta.Formaður skóla- og fræðsluráðs íhugar að segja af sér í kjölfar ráðningarinnar. Skýrast mun á fundi ráðsins næstkomandi fimmtudag hvort til afsagnar hans kemur. Hinn nýi skólastjóri, Gunnar Jónsson, fyrrum aðstoðarskólastjóri Heiðaskóla, var ráðinn í stað Árnýjar Ingu Pálsdóttur sl. þriðjudag. Hún mun hverfa til starfa í öðrum skóla næsta vetur.

Björn Bjarnason, formaður skóla- og fræðsluráðs Reykjanesbæjar, kvaðst í samtali við DV í gær vera að íhuga hvort hann segði af sér sem slíkur. Hann hefði verið fylgjandi því að Helgi Arnarson yrði ráðinn í skólastjórastarfið þótt hann hefði ekki lagt fram formlega tillögu um það. Björn var á sínum tíma skipaður af Framsóknarflokki til að gegna formennsku í skóla- og fræðsluráði. Nú kvaðst hann telja að sinn flokkur hefði tekið þá afstöðu að ganga gegn vilja formanns síns, en flokknum hefði verið ljós vilji ráðsins.

Visir.is greindi frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024